Home Fréttir Í fréttum Nýja lúx­us­hót­elið á Höfðatorgi

Nýja lúx­us­hót­elið á Höfðatorgi

238
0
Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Í byrj­un júní þessa árs opnaði nýtt lúx­us­hót­el, Tower Suites Reykja­vík, á tutt­ug­ustu og jafn­framt efstu hæð Turns­ins við Höfðatorg. Hót­elið er í hæsta gæðaflokki og skart­ar átta svít­um með svaka­legu út­sýni frá hæsta út­sýn­ispunkti í Reykja­vík. Svít­urn­ar eru frá 45 til 65 fm að stærð og heita eft­ir nokkr­um af helstu fjöll­un­um í fjalla­hringn­um sem um­lyk­ur höfuðborg­ina. Á hæðinni er jafn­framt glæsi­leg setu­stofa, Tower Suites Skylounge, þar sem boðið er morg­un­verð og barþjón­ustu. Smart­land Mörtu Maríu fékk að kíkja í heim­sókn.

<>

Hönn­un hót­els­ins var í hönd­um Ásgeirs Ásgeirs­son­ar og Áslaug­ar Þor­geirs­dótt­ur hjá T.ark, arki­tekt­um. Mik­il áhersla var lögð á að gest­ir geti notið út­sýn­is­ins sem best. Inn­rétt­ing­ar eru all­ar sér­smíðaðar eft­ir hönn­un T.ark og hús­gögn­in eru í lát­laus­um en glæsi­leg­um stíl og eru m.a. frá Fritz Han­sen, Tom Dixon, Mooi og Space Cph.

Íslensk mynd­list í há­veg­um höfð

Það sem vek­ur svo at­hygli er að lista­verk eft­ir ís­lenska sam­tíma­lista­menn prýða veggi hót­els­ins og þar á meðal ein­stakt skúlp­túr­verk úr áli eft­ir Sig­urð Árna Sig­urðsson, sem staðsett er í setu­stof­unni, Skylounge.

Það er al­veg á hreinu að það mun fara vel um hót­elgesti því í hverri svítu er m.a. vínkæl­ir með sér­völd­um vín­um, Nespresso-kaffi­vél­ar, sjón­auk­ar á trön­um, há­hraða netteng­ing, Apple TV, Ipad og flat­skjár með sér­hönnuðu afþrey­ing­ar­kerfi. Jógamott­ur, hlaupa­kort og hágæðabaðvör­ur eru jafn­framt í hverri svítu og er aðgang­ur í Laug­ar Spa innifal­inn í gist­ing­unni. Morg­un­mat­ur­inn kem­ur frá veit­ingastaðnum Happ á jarðhæð Turns­ins og er bæði líf­rænn og ljúf­feng­ur.

Hót­elið hef­ur verið meira og minna full­bókað frá því það opnaði í byrj­un júní. Er­lend­ir gest­ir sem sækj­ast eft­ir ein­stakri gistiupp­lif­un eru þar í mikl­um meiri­hluta. Nokkr­ar nafn­togaðar kvik­mynda­stjörn­ur hafa gist hót­elið, en ekki fæst upp­gefið hverj­ar þær eru. Einnig hef­ur verið vin­sælt á meðal ís­lenskra brúðhjóna að eyða brúðkaups­nótt­inni á Tower Suites Reykja­vík.

Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um er um afar vel heppnað hót­el að ræða þar sem smart­heit­in ráða ríkj­um. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um hót­elið og laus­ar gist­inæt­ur er að finna á vef hót­els­ins.

Ljósið fyrir ofan spegilinn er hannað af systrum sem reka ...
Ljósið fyr­ir ofan speg­il­inn er hannað af systr­um sem reka sam­an fyr­ir­tækið Atelier Areti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Blöndunartækin eru úr Tara-línunni frá Dornbracht.
Blönd­un­ar­tæk­in eru úr Tara-lín­unni frá Dorn­bracht. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Veggflísarnar koma frá Vídd.
Vegg­flís­arn­ar koma frá Vídd. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Hugsað út í hvert smáatriði.
Hugsað út í hvert smá­atriði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Innlit inn í Tower Suites Reykjavík.
Inn­lit inn í Tower Suites Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Innlit inn í Tower Suites Reykjavík.
Inn­lit inn í Tower Suites Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Innlit inn í Tower Suites Reykjavík.
Inn­lit inn í Tower Suites Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Svíturnar eru 45–65 fermetrar að stærð.
Svít­urn­ar eru 45–65 fer­metr­ar að stærð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Í svítunum eru sjónaukar þannig að gestir ættu að geta ...
Í svít­un­um eru sjón­auk­ar þannig að gest­ir ættu að geta virt borg­ina fyr­ir sér vel og vand­lega. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Innlit í Tower Suites Reykjavík.
Inn­lit í Tower Suites Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Innlit í Tower Suites Reykjavík.
Inn­lit í Tower Suites Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Hönnun hótelsins var í höndum Ásgeirs Ásgeirssonar og Áslaugar Þorgeirsdóttur ...
Hönn­un hót­els­ins var í hönd­um Ásgeirs Ásgeirs­son­ar og Áslaug­ar Þor­geirs­dótt­ur hjá T.ark, arki­tekt­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Í hverri svítu er Apple TV, Ipad og flatskjár með ...
Í hverri svítu er Apple TV, Ipad og flat­skjár með sér­hönnuðu afþrey­ing­ar­kerfi þannig að gest­um ætti ekki að leiðast. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Falleg húsgögn og listaverk prýða hvern krók og kima.
Fal­leg hús­gögn og lista­verk prýða hvern krók og kima. mb.is/Á​rni Sæ­berg
Loftljósið frá Atelier Areti setur skemmtilegan svip á rýmið.
Loft­ljósið frá Atelier Areti set­ur skemmti­leg­an svip á rýmið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Innlit í Tower Suites Reykjavík.
Inn­lit í Tower Suites Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Útsýnið er vægast sagt svakalegt.
Útsýnið er væg­ast sagt svaka­legt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nútímaleg hönnun ræður ríkjum á hótelinu.
Nú­tíma­leg hönn­un ræður ríkj­um á hót­el­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Svíturnar heita eftir fjöllum og jöklum.
Svít­urn­ar heita eft­ir fjöll­um og jökl­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Gólfefnið á göngum hótelsins er Bolon, ofinn vínildúkur í bland ...
Gól­f­efnið á göng­um hót­els­ins er Bolon, of­inn vínildúk­ur í bland við grálakkað eikarp­ar­ket sem er lagt í fiski­beina­mynst­ur sem síðan held­ur áfram inn í sjálf­ar svít­urn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Tower Suites þykir fullkomið hótel fyrir nýbökuð hjón sem vilja ...
Tower Suites þykir full­komið hót­el fyr­ir ný­bökuð hjón sem vilja ein­staka upp­lif­un á brúðkaups­nótt­ina. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Innlit í Tower Suites Reykjavík.
Inn­lit í Tower Suites Reykja­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Heimild: Mbl.is