
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í liðinni viku var rætt um að semja við núverandi rekstraraðila strætóbiðskýla í borginni um að taka í notkun nýja tegund af biðskýlum, sem yrðu mun stærri og skjólbetri en þau sem nú eru í notkun.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á umræddum fundi þar sem fram kemur að sambærileg biðskýli hafi lengi verið í notkun erlendis þar sem orkukostnaður sé meiri en í Reykjavík.
Einnig kemur fram í bókuninni að sannað sé að betri biðskýli, sem séu upphituð og veiti skjól, bæti heildarupplifun farþega og stuðli þar af leiðandi að fjölgun þeirra sem nýta sér samgöngumátann.
Heimild: Mbl.is