Home Fréttir Í fréttum Ný biðskýli verði skjólgóð og upphituð

Ný biðskýli verði skjólgóð og upphituð

41
0
Lokað biðskýli í Kanada sem ver farþega fyrir veðri og vindum, en hægt er að finna sambærileg skýli víða um heim. Ljósmynd/Aðsend

Á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í liðinni viku var rætt um að semja við nú­ver­andi rekstr­araðila strætóbiðskýla í borg­inni um að taka í notk­un nýja teg­und af biðskýl­um, sem yrðu mun stærri og skjól­betri en þau sem nú eru í notk­un.

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu fram bók­un á um­rædd­um fundi þar sem fram kem­ur að sam­bæri­leg biðskýli hafi lengi verið í notk­un er­lend­is þar sem orku­kostnaður sé meiri en í Reykja­vík.

Einnig kem­ur fram í bók­un­inni að sannað sé að betri biðskýli, sem séu upp­hituð og veiti skjól, bæti heild­ar­upp­lif­un farþega og stuðli þar af leiðandi að fjölg­un þeirra sem nýta sér sam­göngu­mát­ann.

Heimild: Mbl.is