Home Í fréttum Niðurstöður útboða Hveragerðisbær: Engin tilboð bárust – of mikið að gera hjá verktökum

Hveragerðisbær: Engin tilboð bárust – of mikið að gera hjá verktökum

395
0
Hamarshöllin í Hveragerði. Ljósmynd/hveragerdi.is

Bæjarráð Hveragerðis samþykkti á síðasta fundi sínum að efna til lokaðs útboðs í jarðvegsframkvæmdir við Hamarshöllina eftir að engin tilboð bárust í verkið í útboði í júní.

<>

Um er að ræða jarðvegsframkvæmdir og malbikun á bílastæði við Hamarshöllina. Einungis eitt frávikstilboð barst, frá Hlaðbæ-Colas, aðeins í malbikunarframkvæmdirnar.

Tilboð Hlaðbæjar-Colas hljóðaði upp á rúmar 44,7 milljónir króna og var um 90% af kostnaðaráætluninni á þessum verklið. Bæjarráð samþykkti tilboðið.

Fjórir jarðvinnuverktakar sóttu útboðsgögn en enginn skilaði inn tilboði í jarðvinnuna. Í greiningu um útboðið kemur fram að verktakar séu mjög setnir verkum þessi misserin og líklegast sé að þeir hafi ekki séð fram á að hafa tíma til að vinna verkið í Hveragerði.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að efna til lokaðs útboðs í jarðvegsframkvæmdirnar hjá þeim aðilum sem sýndu verkinu áhuga.

Heimild: Sunnlenska.is