Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tré og Straumur bauð lægst í viðbyggingu Kirkjuhvols

Tré og Straumur bauð lægst í viðbyggingu Kirkjuhvols

119
0

Tré og Straumur ehf í Skeiða- og Gnúpverjahreppi bauð lægst í viðbyggingu hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli. Öll tilboðin sem bárust voru undir kostnaðaráætlun.

Um er að ræða viðbyggingu fyrir tólf hjúkrunarrými. Viðbyggingin verður 1.305 fm þar sem 779 fm eru fyrir hjúkrunarrými og 526 fm er fyrir þjónusturými.

Tilboð Tré og Straums hljóðaði upp á tæpar 437 milljónir króna. JÁVERK ehf. á Selfossi bauð rúmar 508 milljónir, Smíðandi ehf. á Selfossi tæpar 531 milljón. Heimamenn í Krappa ehf á Hvolsvelli áttu hæsta tilboðið, rúmlega 572 milljónir.

Kostnaðaráætlun hönnuða var rúmlega 595 milljónir króna.

Heimild: Sunnlenska.is

Previous articleÞeistareykjavirkjun er þegar orðin gullmoli fyrir Þingeyjarsveit
Next articleHveragerðisbær: Engin tilboð bárust – of mikið að gera hjá verktökum