Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tré og Straumur bauð lægst í viðbyggingu Kirkjuhvols

Tré og Straumur bauð lægst í viðbyggingu Kirkjuhvols

129
0

Tré og Straumur ehf í Skeiða- og Gnúpverjahreppi bauð lægst í viðbyggingu hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli. Öll tilboðin sem bárust voru undir kostnaðaráætlun.

<>

Um er að ræða viðbyggingu fyrir tólf hjúkrunarrými. Viðbyggingin verður 1.305 fm þar sem 779 fm eru fyrir hjúkrunarrými og 526 fm er fyrir þjónusturými.

Tilboð Tré og Straums hljóðaði upp á tæpar 437 milljónir króna. JÁVERK ehf. á Selfossi bauð rúmar 508 milljónir, Smíðandi ehf. á Selfossi tæpar 531 milljón. Heimamenn í Krappa ehf á Hvolsvelli áttu hæsta tilboðið, rúmlega 572 milljónir.

Kostnaðaráætlun hönnuða var rúmlega 595 milljónir króna.

Heimild: Sunnlenska.is