Home Fréttir Í fréttum Vilja gamaldags hús í gamla bænum

Vilja gamaldags hús í gamla bænum

20
0
Við Vesturbugt er samþykkt skipulag fyrir 177 íbúðir. Teikning/Teiknistofan Tröð

„Við vor­um með þverfag­lega vinnu­stofu um Vest­ur­bugt þar sem slippa­svæðið við Mýr­ar­götu var tekið fyr­ir. Ástæðan fyr­ir því að við tök­um þetta svæði fyr­ir er vegna til­lagna í deili­skipu­lagi sem ger­ir ráð fyr­ir íbúðabyggð með 177 íbúðum,“ seg­ir Páll Jakob Lín­dal um­hverf­is­sál­fræðing­ur um verk­efni og hug­mynda­fræði sem snýst um að byggja inn í byggðamynst­ur og taka mið af sög­unni þegar reit­ir í gamla bæn­um eru skipu­lagðir.

Hann seg­ir mark­mið vinn­unn­ar að koma með gróf­ar til­lög­ur að því hvernig þetta svæði geti þró­ast til framtíðar. Marg­ir hafi komið að vinn­unni, eins og leik­menn, Há­skól­inn og borg­ar­full­trú­ar. Þeir borg­ar­full­trú­ar sem mættu komu frá Sósí­al­ista­flokkn­um, Fram­sókn­ar­flokkn­um og Sjálf­stæðis­flokkn­um.

Heimild: Mbl.is