Úr fundargerð sveitastjórnar Rangárþings eystra þann 15.05.2025
Auglýst var eftir tilboðum í verkið “Lyngmói/Höfðavegur” í apríl. Tvö tilboð bárust og þann 7. maí voru tilboðin opnuð á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 að viðstöddum þeim bjóðendum sem það kusu.
Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:
Gröfuþjónustan og Smávélar 67.961.700 kr
Stórverk ehf 72.374.380 kr
Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 63.457.770 kr.
Yfirferð verðtilboða og yfirferð á hæfisskilyrðum útboðs- og samningsskilmála hefur verið unnin af Verkfræðistofunni Eflu, f.h. Rangárþings eystra. Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við hæfisskilyrði útboðs- og samningsskilmála. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Smávélar ehf og Gröfuþjónustan á Hvolsvelli ehf.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.