Orka náttúrunnar ráðgerir að lagfæra og leggja nýtt bundið slitlag á heimreiðina á eftirtöldum vegum við eftirtaldar virkjanir.
Um er að ræða lagfæringar á vegum og öxlum vega fyrir nýtt lag af bundnu slitlagi.
1. Andakílsárvirkjunarvegur við Andakílsárvirkjun. Áætluð vegalengd vegar ca.1.300 metrar og 3,5 metra breiður. Sjá meðfylgjandi verklýsingu. Verkkaupi ON.
2. Hamragilsveg við Hellisheiðarvirkjun. Áætluð vegalengd vegar ca. 2.820 metrar og 7,5 metra breiður. Sjá meðfylgjandi verklýsingu. Verkkaupi ON Power.
3. Nesjavallaveg við Nesjavallavirkjun. Áætluð vegalengd vegar ca. 2.330 metrar og 6 metra breiður. Sjá meðfylgjandi verklýsingu. Verkkaupi ON.
Helstu verkþættir í þessum verkum eru holufyllingar og jarðvegsskipti, viðgerð á öxlum, sögun, burðarlag, klæðning og annar yfirborðsfrágangur.
Útboðsgögn afhent: | 15.05.2025 kl. 12:44 |
Skilafrestur | 05.06.2025 kl. 14:00 |