
Fyrirhugað er að reisa fjölbýlishús á sex hæðum á Garðatorgi í Garðabæ. Þá er fyrirhugað að byggja ofan á fremri hluta núverandi byggingar við Garðatorg 1, sem snýr út að torginu.
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Garðabæjar sem samþykkt hefur að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar um tillögu að breytingu deiliskipulags miðbæjarins.
Á Garðatorgi 1 er nú verslun Bónuss og Hönnunarsafn Íslands, en auk þess tilheyrir afturhluti hússins þessari lóð. Var þar meðal annars Betrunarhúsið á efri hæð forðum daga og Sparisjóðurinn á neðri hæð.
Samkvæmt fundargerðinni er gert ráð fyrir sex hæða fjölbýlishúsi á lóðinni við Garðatorg 1 ásamt m.a. byggingareit ofan á fremri hluta núverandi húss.
Heimild: Mbl.is