Home Fréttir Í fréttum Sex hæða fjölbýlishús rísi á Garðatorgi

Sex hæða fjölbýlishús rísi á Garðatorgi

33
0
Fyrirhugað er að reisa sex hæða fjölbýlishús á Garðatorgi í Garðabæ, sem og að byggja ofan á fremri hluta núverandi byggingar. Þar eru nú meðal annars verslun Bónuss og Hönnunarsafnið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyr­ir­hugað er að reisa fjöl­býl­is­hús á sex hæðum á Garðatorgi í Garðabæ. Þá er fyr­ir­hugað að byggja ofan á fremri hluta nú­ver­andi bygg­ing­ar við Garðatorg 1, sem snýr út að torg­inu.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Garðabæj­ar sem samþykkt hef­ur að leggja til við bæj­ar­stjórn að samþykkja af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar um til­lögu að breyt­ingu deili­skipu­lags miðbæj­ar­ins.

Á Garðatorgi 1 er nú versl­un Bón­uss og Hönn­un­arsafn Íslands, en auk þess til­heyr­ir aft­ur­hluti húss­ins þess­ari lóð. Var þar meðal ann­ars Betr­un­ar­húsið á efri hæð forðum daga og Spari­sjóður­inn á neðri hæð.

Sam­kvæmt fund­ar­gerðinni er gert ráð fyr­ir sex hæða fjöl­býl­is­húsi á lóðinni við Garðatorg 1 ásamt m.a. bygg­ing­areit ofan á fremri hluta nú­ver­andi húss.

Heimild: Mbl.is