Home Fréttir Í fréttum 05.06.2025 Grundarfjarðarbær leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt á Miðbæjarreit

05.06.2025 Grundarfjarðarbær leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt á Miðbæjarreit

31
0

Sýn til Kirkjufells í hjarta Grundarfjarðar

Einstakur byggingarréttur fyrir verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði

Grundarfjarðarbær leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt á Miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells.

Miðbæjarreiturinn er vel staðsettur í hjarta miðbæjarins á megingatnamótum við Grundargötu, sem er þjóðleið um Snæfellsnes. Gegnt reitnum er heilsugæsla, kjörbúð, verslanir Lyfju og Vínbúðarinnar, bókasafn bæjarins o.fl. Gert er ráð fyrir húsnæði fyrir blandaða starfsemi, annars vegar þjónustu og/eða atvinnustarfsemi á jarðhæð og mögulega einnig á efri hæðum og hins vegar íbúðum, einkum á efri hæðum.

Bent er á þann möguleika að koma fyrir í húsinu íbúðum til skammtímaleigu. Leitað er að kaupanda eða fasteignaþróunaraðila sem er tilbúinn til að gera samning um kaup á byggingarrétti á Miðbæjarreitnum. Kaupandi komi að gerð deiliskipulags og sjái um hönnun, byggingu húsnæðisins, fjármögnun uppbyggingar, eignarhald og/eða sölu.

———–

Stærð lóðarinnar er um 2.580 m2. Talið er mögulegt að reisa um 2.300 m2 byggingu á reitnum. Bygging á reitnum verði 3 hæðir með möguleika á inndreginni 4. hæð. Ríkar kröfur eru gerðar til viðsemjenda hvað varðar reynslu, hæfi og getu til að vinna verkefnið.

Tilboðum í byggingarrétt á Miðbæjarreitnum má skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Einnig er heimilt að skila tilboðum inn á bæjarskrifstofur Grundarfjarðarbæjar, í Ráðhúsinu, Borgarbraut 16 í lokuðu umslagi við opnun tilboða.

Allir sem hyggjast taka þátt í útboðinu þurfa að skrá sig á útboðskerfið Ajour fyrir opnun tilboða.
Opnun tilboða verður fimmtudaginn 5. júní, 2025 kl. 13. Í kjölfar opnunar verður tilboðsgjöfum sent opnunaryfirlit rafrænt.

Niðurstaða útboðs verður birt á vef Grundarfjarðarbæjar: www.grundarfjordur.is