Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að lóðin að Hvaleyrarbraut 22 félli til bæjarins en bygging á lóðinni brann í ágúst 2023. Lóðarleigusamningur er útrunninn og hafði ekki verið endurnýjaður þegar bruninn varð.
Í bókun bæjarráðs kemur fram að bærinn hyggst fylgja málinu eftir í samræmi við 6. gr. í lóðarleigusamningi þar sem gert er ráð fyrir að lóðin falli til bæjarins hafi húsnæðið eyðilagst og ekki verið byggt upp að nýju. Í breyttu aðalskipulagi Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir íbúðum og þjónustu á þessu svæði við Hvaleyrarbraut.
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að lóðarhafar hafi óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi, sem var hafnað á þeim forsendum að verið væri að endurskoða aðalskipulag bæjarins.
Heimild: Mbl.is