Home Fréttir Í fréttum Hafnarfjarðarbær leysir til sín lóðina

Hafnarfjarðarbær leysir til sín lóðina

22
0
Eftir brunann hefur lítið gerst á lóðinni og hafa bæjaryfirvöld gripið til sinna ráða. mbl.is/KHJ

Bæj­ar­ráð Hafn­ar­fjarðar samþykkti ný­verið að lóðin að Hval­eyr­ar­braut 22 félli til bæj­ar­ins en bygg­ing á lóðinni brann í ág­úst 2023. Lóðarleigu­samn­ing­ur er út­runn­inn og hafði ekki verið end­ur­nýjaður þegar brun­inn varð.

Í bók­un bæj­ar­ráðs kem­ur fram að bær­inn hyggst fylgja mál­inu eft­ir í sam­ræmi við 6. gr. í lóðarleigu­samn­ingi þar sem gert er ráð fyr­ir að lóðin falli til bæj­ar­ins hafi hús­næðið eyðilagst og ekki verið byggt upp að nýju. Í breyttu aðal­skipu­lagi Hafn­ar­fjarðar er gert ráð fyr­ir íbúðum og þjón­ustu á þessu svæði við Hval­eyr­ar­braut.

Valdi­mar Víðis­son, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði, seg­ir að lóðar­haf­ar hafi óskað eft­ir end­ur­nýj­un á lóðarleigu­samn­ingi, sem var hafnað á þeim for­send­um að verið væri að end­ur­skoða aðal­skipu­lag bæj­ar­ins.

Heimild: Mbl.is