Home Fréttir Í fréttum Uppsetning á stoðvirkjum hefst í haust

Uppsetning á stoðvirkjum hefst í haust

107
0
Stoðvirki í hlíðum Kubba í botni Skutulsfjarðar verða sett upp í haust. Ísafjarðarbær sem er verkkaupi og Framkvæmdasýsla ríkisins hafa samþykkt að ganga til samninga við Íslenska Aðalverktaka sem áttu lægsta tilboðið í verkið. Tilboðið er þó talsvært hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.

Bæjarins besta greinir frá því að tvö tilboð hafi boðist í verkið og voru þau bæði nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir því að verkið kostaði 486 milljónir krónar, Íslenskir Aðalverktar buðu 586 milljónir króna og Köfunarþjónustan ehf. bauð 685 milljónir króna.

<>

Framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkjanna hófust í sumar þegar þjónustuvegur var lagður upp hlíðar Kubba. Vegurinn hefur verið umdeildur og óskaði minnihlutinn í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar eftir því að kannaðar yrðu aðrar leiðir til að flytja stoðvirkin upp í hlíðar fjallsins. Bæjarstjórn hafnaði því á þeim forsendum að ekki væri vilji til að tefja framkvæmdir frekar.

Framkvæmdirnar eru liður í því að fullverja Holtahverfið, byggðina neðan Kubba, þar sem hluti hverfisins er á snjóflóðahættusvæði C.

Heimild: Ruv.is