Á fundi stjórnar SORPU þann 15. júlí sl. var framkvæmdastjóra byggðarsamlagsins falið að ganga til samninga við danska fyrirtækið Aikan um tæknilausn er varðar byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar. Niðurstaðan er fengin eftir langt ferli samkeppnisviðræðna, þar sem öllum sem áhuga höfðu var boðið að vera með að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Bygging gas- og jarðgerðarstöðvar mun breyta miklu í endurvinnslu íbúa á höfuðborgarsvæðinu en SORPA stefnir að því að endurvinnsla heimila á svæðinu verði yfir 95% þegar stöðin er komin í gagnið. Á þessari stundu er gert ráð fyrir að stöðin verði tilbúin á árinu 2018.
Heimild: Sorpa.is