Hafnarsjóður Fjallabyggðar óskar eftir tilboði í raflagnir í Bæjarbryggju á Siglufirði.
Helstu verkþættir eru:
- · Ídráttur strengja og tenging rafbúnaðar.
- · Smíði og uppsetning á töflum.
- · Rafbúnaður í töflur.
- · Uppsetning og tenging masturs- og stigaljósa.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 20. september 2016.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) og á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði, frá og með þriðjudeginum 19. júlí 2016. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 3. ágúst 2016 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.