Gjaldþrotaskiptum er lokið hjá byggingarfyrirtækinu Kambi ehf. og fékkst ekkert greitt upp í lýstar kröfur sem alls námu rúmum 767 milljónum króna.
Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl og var skiptum lokið 1. júlí sl.
Fyrirtækið stóð að uppbyggingu víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu fyrir hrun og má þar meðal annars nefna Akrahverfið á Arnarneshæð, Áslandshverfið í Hafnarfirði og svæði í Grafarholtinu.
Eigandi Kambs ehf. er Baldur Sigurjónsson en samkvæmt ársreikningum félagsins hefur það verið rekið með tapi frá árinu 2008. Árið 2007 var níu milljóna króna hagnaður af rekstrinum.
Heimild: Mbl.is