Home Fréttir Í fréttum Stórt gjaldþrot hjá bygg­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Kambi ehf.

Stórt gjaldþrot hjá bygg­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Kambi ehf.

373
0

Gjaldþrota­skipt­um er lokið hjá bygg­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Kambi ehf. og fékkst ekk­ert greitt upp í lýst­ar kröf­ur sem alls námu rúm­um 767 millj­ón­um króna.

<>

Fé­lagið var úr­sk­urðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja­ness 30. apríl og var skipt­um lokið 1. júlí sl.

Fyr­ir­tækið stóð að upp­bygg­ingu víðs veg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir hrun og má þar meðal ann­ars nefna Akra­hverfið á Arn­ar­nes­hæð, Áslands­hverfið í Hafnar­f­irði og svæði í Grafar­holt­inu.

Eig­andi Kambs ehf. er Bald­ur Sig­ur­jóns­son en sam­kvæmt árs­reikn­ing­um fé­lags­ins hef­ur það verið rekið með tapi frá ár­inu 2008. Árið 2007 var níu millj­óna króna hagnaður af rekstr­in­um.

Heimild: Mbl.is