Home Fréttir Í fréttum Kínversk hús við Keflavíkurflugvöll

Kínversk hús við Keflavíkurflugvöll

33
0
Verið er að reisa verslunarhús við hlið Marriott-hótelsins. mbl.is/Baldur

Ingvar Eyfjörð fram­kvæmda­stjóri Aðal­torgs und­ir­býr upp­bygg­ingu nokk­ur hundruð íbúða úr kín­versk­um ein­ing­um. Þær verða við Aðal­torg, gegnt Kefla­vík­ur­flug­velli, en þar er nú þegar Marriott-hót­el og ýmis önn­ur starf­semi og verið að byggja versl­un­ar­hús fyr­ir Nettó.

Alls hyggst Aðal­torg reisa allt að 450 íbúðir við Aðal­torg og hjúkr­un­ar­heim­ili með 88 rúm­um, ef samn­ing­ar nást um það.

Ein­inga­hús­in reynst vel

Ingvar seg­ir full­inn­réttaðar stál­grind­arein­ing­ar frá kín­verska stór­fyr­ir­tæk­inu CIMC í Jiang­men hafa reynst afar vel í Courty­ard by Marriott-hót­el­inu við Aðal­torg og að fram und­an sé upp­bygg­ing á nokk­ur hundruð íbúðum með sömu tækni. Til lengri tíma litið hafi Aðal­torg áform um enn frek­ari upp­bygg­ingu slíkra húsa víðar um landið.

Ingvar seg­ir hægt að bjóða hag­kvæm­ara hús­næði á Íslandi með þess­ari tækni en ít­ar­legt viðtal við hann birt­ist á miðopnu ViðskiptaMogg­ans í dag.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is