Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs undirbýr uppbyggingu nokkur hundruð íbúða úr kínverskum einingum. Þær verða við Aðaltorg, gegnt Keflavíkurflugvelli, en þar er nú þegar Marriott-hótel og ýmis önnur starfsemi og verið að byggja verslunarhús fyrir Nettó.
Alls hyggst Aðaltorg reisa allt að 450 íbúðir við Aðaltorg og hjúkrunarheimili með 88 rúmum, ef samningar nást um það.
Einingahúsin reynst vel
Ingvar segir fullinnréttaðar stálgrindareiningar frá kínverska stórfyrirtækinu CIMC í Jiangmen hafa reynst afar vel í Courtyard by Marriott-hótelinu við Aðaltorg og að fram undan sé uppbygging á nokkur hundruð íbúðum með sömu tækni. Til lengri tíma litið hafi Aðaltorg áform um enn frekari uppbyggingu slíkra húsa víðar um landið.
Ingvar segir hægt að bjóða hagkvæmara húsnæði á Íslandi með þessari tækni en ítarlegt viðtal við hann birtist á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is