Home Fréttir Í fréttum Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð

Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð

42
0
Starfsmenn Jarðborana og stjórnendur borverksins af hálfu HS Orku á borteignum við Sveifluháls standa með jarðborinn Óðinn í baksýn. Ljósmynd/Aron Ingi Gestsson

HS Orka bor­ar nú tveggja kíló­metra langa til­raun­ar­bor­holu í Krýsu­vík í von um að rann­sókn­in leiði til fram­leiðslu á heitu vatni fyr­ir Hafn­ar­fjörð og höfuðborg­ar­svæðið auk raf­magns inn á lands­kerfið.

Í gær­morg­un hóf HS Orka að bora fyrstu djúpu rann­sókn­ar­bor­hol­una við Sveiflu­háls í Krýsu­vík en bor­un­in er hluti af jarðhit­a­rann­sókn­um orku­fyr­ir­tæk­is­ins á Krýsu­vík­ur­svæðinu. Öllum yf­ir­borðsrann­sókn­um er lokið og nú taka við rann­sókn­ir með djúp­bor­un.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu en Krýsu­vík­ur­svæðið hef­ur hingað til verið metið hátt sem jarðhita­svæði til nýt­ing­ar fyr­ir orku­vinnslu.

Áætla að bora 2.750 m holu

Áætlað er að stefnu­bora allt að 2.750 metra langa holu niður á ríf­lega tveggja kíló­metra dýpi und­ir Sveiflu­háls­inn til norðvest­urs.

Mark­miðið er að auka þekk­ingu á jarðhita­kerf­inu, sann­reyna til­vist há­hita­auðlind­ar og meta nýt­ingu henn­ar á svæðinu Sveiflu­háls – Aust­ur­engj­ar, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

Hafn­ar­fjarðarbær er eig­andi þess hluta Krýsu­vík­ur­svæðis­ins sem rann­sókn­irn­ar fara fram á.

Heimild: Mbl.is