Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í: MOS202503211 Viðhald og þjónusta fyrir gatna- og stígalýsingu.
Útboðið varðar kaup á þjónustu við viðhald á gatna- og stígalýsingarkerfi í eigu Mosfellsbæjar sem samanstendur af dreifikerfi (strengir og tengiskápar), ljósastaurum og lömpum. Á svæðinu eru um 3.250 lampar í eigu Mosfellsbæjar á um 3.200 staurum og um 23% staura eru hærri en 6,3m.
Samningstímabil er frá 1. júlí 2025 til 30. júní 2028.
Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti í gegnum ráðgjafa verkkaupa, gudjon@liska.is frá og með mánudeginum 14. apríl 2025 og verður hægt að nálgast gögn til og með 6. maí 2025.
Tilboðum ásamt umbeðnum gögnum skal skila rafrænt í tölvupósti til gudjon@liska.is. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og bjóðendur eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.
Skilafrestur tilboða er til kl. 10:00 þriðjudaginn 13. maí 2025.
Opnun tilboða fer fram rafrænt að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Við opnun tilboða verða lesin upp nöfn tilboðsgjafa og heildartilboðsfjárhæðir.