Home Fréttir Í fréttum Unnið að framkvæmdum og breytingum innanhúss í Garðaskóla Garðabæ

Unnið að framkvæmdum og breytingum innanhúss í Garðaskóla Garðabæ

319
0

Í sumar er unnið að framkvæmdum og breytingum innanhúss í Garðaskóla sem miða að því að bæta við kennslurými skólans. Rýminu sem nýtt hefur verið fyrir bókasafn Garðaskóla verður breytt í kennslustofur og aðstöðu námsráðgjafa og hjúkrunarfræðings.

<>

Framkvæmdin í sumar hefur það í för með sér að bókasafn Garðaskóla verður í bráðabirgðarými á næsta skólaári en flytur síðan í nýtt upplýsingaver sem verið er að hanna í skólanum.

Samhliða þessum breytingum verða lausar kennslustofur á lóð Garðaskóla nýttar fyrir starfsemi tómstundaheimilis Flataskóla næsta skólaár.

Breytingarnar eru til komnar vegna fjölgunar nemenda í bæði Flata- og Garðaskóla.