Home Fréttir Í fréttum Sprungur gleikkuðu í Grindavík

Sprungur gleikkuðu í Grindavík

34
0
Það varð nokkurra sentímetra gliðnun inni í Grindavík að sögn Benedikts G. Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga á Veðurstofunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sprung­ur gliðnuðu meira í Grinda­vík þegar gos hófst aft­ur á Sund­hnúkagígaröðinni í gær. Skjálfta­virkn­in hef­ur færst norðar en áður og hef­ur ekki verið svona mik­il í lang­an tíma.

„Það varð nokk­urra sentí­metra gliðnun inni í Grinda­vík,“ seg­ir Bene­dikt G. Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stof­unni, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Gliðnun­in varð til þess að það kviknaði í götu­kassa HS Veitna ofan við Víðihlíð í Grinda­vík um það leyti sem eld­gosið á Sund­hnúkagígaröðinni var að brjót­ast út á tí­unda tím­an­um í gær­morg­un. Bene­dikt seg­ir að tölu­verð hreyf­ing hafi orðið á sprung­um í Grinda­vík.

„Þetta gætu verið tíu senti­metr­ar eða inn­an við það,“ seg­ir Bene­dikt en þetta er tals­vert minna en gliðnun­in sem varð í janú­ar 2024, þegar gossprunga opnaðist inn­an bæj­ar­marka. Þá gliðnaði Grinda­vík um 1,4 metra á ein­um sól­ar­hring.

Inn­an við tíu tím­um eft­ir að gosið hófst virt­ist gossprung­an hafa lokast. Aft­ur á móti var virkn­in enn stöðug og færði sig norður, í raun furðulega langt norður, sem bend­ir til þess að kviku­gang­ur­inn hafi lengst í þá átt.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag og í nýja Mogga-app­inu.

Heimild: Mbl.is