Home Fréttir Í fréttum 06.05.2025 Hreins­un þjóð­vega í Reykja­vík og Hval­fjarðar­göng­um 2025-2027

06.05.2025 Hreins­un þjóð­vega í Reykja­vík og Hval­fjarðar­göng­um 2025-2027

28
0
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vegagerðin býður hér með út hreinsun þjóðvega í Reykjavík og Hvalfjarðargöngum. Verkið felur í sér sópun meðfram kantsteinum, þvott á gatnamótum og tilheyrandi umferðareyjum, hreinsun svæða meðfram þjóðvegum ásamt þvotti á Hvalfjarðargöngum með vélsópum, vatnsbílum, sugum og öðrum tækjum sem henta þykir.

Verktaki skal hafa full umráð yfir þeim vélum og tækjum sem nauðsynleg eru til að framkvæma þá vinnu sem óskað er eftir samkvæmt verklýsingu.

Þjóðvegir í Reykjavík, helstu magntölur fyrir hvert ár eru:
Sópun meðfram kantsteinum
521.611 m
Sópun bannsvæða
8.693 m2
Þvottur á gatnamótum og umferðareyjum
13.891 m2
Sérverkefni, viðbótarverk, götusópur
30 klst.
Sérverkefni, viðbótarverk, vatnsbíll
30 klst.
Sérverkefni og viðbótarverk, ryksugubíll
30 klst.
Sérverkefni og viðbótarverk, fylgdarbíll
30 klst.
Ruslahreinsun meðfram þjóðvegum
13. stk.
Hvalfjarðargögn, helstu magntölur fyrir hvert ár eru:
Sópun meðfram kantsteinum
322.560 m
Hvalfjarðagöng, hálfþvottur
3. stk.
Hvalfjarðargöng, heilþvottur
2. atk.

Gildistími samnings er tvö ár, frá 20. maí 2025 til 31. mars 2027.  Heimild er til framlengingar samnings í tvö ár, eitt ár í senn..

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með þriðjudeginum 1. apríl 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 6. maí 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.