Home Fréttir Í fréttum Vill 84 her­bergja hót­el í Skip­holti

Vill 84 her­bergja hót­el í Skip­holti

280
0
Hús­næðið hef­ur í gegn­um árin m.a. hýst Mynd­lista- og handíðaskól­ann, Lista­há­skóla Íslands og Kvik­mynda­skóla Íslands. mbl.is/​Brynj­ar Gauti

Eig­andi hús­næðis­ins við Skip­holt 1 í Reykja­vík hef­ur óskað eft­ir að bæta við auka hæð ofan á húsið þannig að það verði fimm hæða og svo að inn­rétta húsið sem hót­el með 84 her­bergj­um.

<>

Mynd­lista- og handíðaskól­inn var áður til húsa í Skip­holti 1 og seinna Lista­há­skóli Íslands. Kvik­mynda­skóli Íslands var þar svo þangað til í fyrra.

Það er fé­lagið Fjór­ir GAP ehf. sem er eig­andi hús­næðis­ins, en eini eig­andi þess er Kjart­an Gunn­ars­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Í fund­ar­gerð um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur kem­ur fram að eft­ir stækk­un yrði hús­næðið tæp­lega 3.700 fer­metr­ar, en í dag er það um 2.940 fer­metr­ar. Viðbót­ar­hæðin er því sam­kvæmt til­lög­unni um 760 fer­metr­ar.

Í til­lög­unni er sótt um leyfi fyr­ir hót­el í flokki fjög­ur, en það er gisti­staður með mini­b­ar, sam­kvæmt skil­grein­ingu laga um gisti­staði. Sem fyrr seg­ir er óskað eft­ir að hót­elið verði 84 her­bergja fyr­ir 170 gesti

Heimild: Visir.is