Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi sjóbaðanna í Hvammsvík í Hvalfirði, hefur látið ráðast í smíði átta ný húsa við Hvammsvík sem hugsuð eru sem gistiaðstaða fyrir ferðamenn. Húsin bætast við þau fjögur gistihús sem fyrir eru á svæðinu en nýju húsin verða nokkuð smærri.
Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun, en framkvæmdir eru þegar hafnar.
Haft er eftir Skúla að húsin verði tilbúin þegar í sumar en að hugsunin sé að halda uppbyggingunni í Hvammvík hægt og rólega.
Húsin verða fjörutíu fermetrar að stærð og hugsaðar sem tveggja manna svítur. Skúli segir ennfremur að hvert og eitt hús verði nefnt í höfuðið á listamönnum og að í þeim verði listaverk eftir hvern og einn þeirra.
Sjóböðin í Hvammsvík opnuðu í júlí 2022. Var ráðist í uppbygginguna í kringum gömlu náttúrulaugina í fjöruborðinu í Hvammsvík sem hafði verið vinsæl meðal sjósundsfólks, ferða- og heimamanna í tugi ára.
Heimild: Visir.is