Home Fréttir Í fréttum Sökkutorg og Drómundarvogur: Götuheiti í nýju Vogahverfi

Sökkutorg og Drómundarvogur: Götuheiti í nýju Vogahverfi

603
0
Mynd: Reykjavíkurborg - Skipulagstillaga Vogabyggðar

Ætli þeim sem láta hafið bláa hugann draga líði ekki vel í Skektuvogi, Trilluvogi, Arkarvogi, Bátavogi, Kuggavogi og Drómundarvogi. Allt eru þetta götuheiti í nýju Vogahverfi sem umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær. Þar verða til torgin: Skutulstorg, Vörputorg, Sökkutorg og Öngulstorg. Öll tengjast nöfnin skipum eins og hefð er fyrir í Vogahverfi.

<>

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs setur fram spurningu dagsins í Facebook-færslu sem tengist þessum götunöfnum.

Þorsteinn drómundur, hálfbróðir Grettis Ásmundssonar hefndi bróður síns og vó banamann hans Þorbjörn Öngul í Miklagarði. Drómundur er samkvæmt orðabók stórt herskip.

Heimild: Ruv.is