Home Fréttir Í fréttum Óska eftir byggingaleyfi vegna fjölbýlishúss í Grindavík

Óska eftir byggingaleyfi vegna fjölbýlishúss í Grindavík

84
0

Verktakafyrirtækið Grindin í Grindavík hefur óskað eftir því við skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar að fá byggingarleyfi vegna fjölbýlishúss við Stamphólsveg 5.

Skipulagsnefnd hefur lagt til við bæjarstjórn að byggingaráfomin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist. Bæjarráð samþykkti tillögu skipulagsnefndar samhljóða á fundi sínum í gær.

Vöntun hefur verið á minni íbúðum í Grindavík og haft eftir Róberti Ragnarssyni, bæjarstjóra Grindavíkur, að þar vanti 70 til 100 fermetra íbúðir, bæði fyrir yngra fólkið og það eldra, jafnt til leigu og sölu.

Heimild: Vf.is

Previous articleFramvindan í gangagreftri í Húsavíkurhöfðagöngum
Next articleLaxá III – Breytingar við inntak