Að gefnu tilefni vill HMS benda á að við uppsetningu hleðalulausna fyrir rafbíla í „eldra“ húsnæði er nauðsynlegt að öryggi sé tryggt í samræmi við reglur á rafmagnsöryggissviði, bæði með tilliti til hættu á bruna og raflosti.
- Tryggja skal að viðbætur við raflögn rýri ekki öryggi raflagnarinnar sem fyrir er, það á ekki síst við um rafmagnstöfluna og varbúnað í henni
- Tryggja skal að raflögnin sem fyrir er rýri ekki öryggi nýju raflagnarinnar
- Tryggja skal að varbúnaður og raftaugar þoli breytt og aukið stöðugt álag sem fylgir hleðslu rafbíla
Á heimilum eru rafbílar langorkufrekasta raftækið og hleðsla þeirra hefur í för með sér töluverða straumnotkun sem af getur stafað hætta sé ekki rétt að málum staðið. Uppsetning raflagna og búnaðar til hleðslu rafbíla skal vera á hendi löggiltra rafverktaka og að verki loknu skulu þeir tilkynna það til HMS (lokatilkynning).
Ítarlegar upplýsingar um rafmagnsöryggi og rafbíla má nálgast hér.
Heimild: HMS.is