Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Næsti áfangi kostar nærri 30 milljarða

Næsti áfangi kostar nærri 30 milljarða

144
0
Meðferðarkjarninn við Hringbraut er um 70 þúsund fermetrar. mbl.is/Eyþór

Inn­an­húss­frá­gang­ur er haf­inn á tveim­ur efstu hæðunum í nýj­um meðferðar­kjarna Land­spít­al­ans við Hring­braut, á hæðum 5 og 6, en samið var við ÞG Verk um þann verkþátt.

Þá var ný­verið efnt til markaðskönn­un­ar vegna frá­gangs í tveggja hæða kjall­ara og á hæðum 1 til 4 og er næsta skref að efna til form­legr­ar aug­lýs­ing­ar útboðs sem er áformað um og eft­ir páska.

Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Nýs Land­spít­ala ohf., seg­ir fjöl­marga aðila hafa sýnt markaðskönn­un­inni áhuga. Þó nokkr­ir hafi skilað inn gögn­um og nú sé Nýr Land­spít­ali ohf. að vinna úr þeim upp­lýs­ing­um, m.a. með viðræðum við markaðsaðila.

Vegna um­fangs verks­ins munu þátt­tak­end­ur í inn­kaupa­ferl­inu fá nokkra mánuði til að vinna að til­boðsgerð en stefnt er að því að niðurstaða liggi fyr­ir í haust.

Sex hæðir af átta
Gunn­ar áætl­ar að kostnaður við þenn­an verkþátt verði á þriðja tug millj­arða króna en samn­ings­upp­hæðir fara eft­ir eðli útboða. Um er að ræða sex hæðir af átta í bygg­ing­unni en ÞG Verk er sem áður seg­ir að vinna við tvær efstu hæðirn­ar. Við hefðbund­inn frá­gang bæt­ist kostnaður við for­smíðaðar ein­inga­lausn­ir sem munu meðal ann­ars mynda svo­kölluð hrein­rými.

Með þeim koma her­bergi til lands­ins full­bú­in í hólf og gólf en þannig geta rým­in m.a. upp­fyllt svo­nefnda GMP-vott­un, að sögn Gunn­ars, sem gerð sé krafa um í ákveðnum hluta starf­sem­inn­ar. Gera megi ráð fyr­ir að heild­ar­kostnaður við inn­an­húss­frá­gang í þess­um verkþætti muni nálg­ast um 30 millj­arða króna, að þess­um ein­inga­lausn­um meðtöld­um, en um geti verið að ræða nokk­ur útboð.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is