Home Fréttir Í fréttum NLSH auglýsir útboð vegna stækkunar á bráðamóttöku Landspítala

NLSH auglýsir útboð vegna stækkunar á bráðamóttöku Landspítala

62
0
Mynd: NLSH.is

Um þessar mundir er auglýst útboð vegna stækkunar á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.

Tilboða verður leitað í hönnun, framleiðslu á húseiningum og að reisa nýja matsdeild fyrir bráðamóttöku á lóð Landspítala í Fossvogi alls um 700 fermetra að stærð.

Í húsnæðinu verða meðal annars 20 legurými, vaktherbergi, lín og lager, fundarherbergi og tengigangur yfir í núverandi byggingu Landspítala í Fossvogi.

Áætlaður framkvæmdatími er um 6 mánuðir frá undirritun samnings og gert er ráð fyrir að samningar við verkkaupa verði gerðir í apríl og því verklok í nóvember á þessu ári.

Auglýsing um útboðið

Heimild: NLSH.is