Home Fréttir Í fréttum Jörfi opnar í Grænum iðngörðum

Jörfi opnar í Grænum iðngörðum

30
0
Eigendur Jörfa ehf. við Nesflóa 1 á Akranesi, þeir Einar Pálsson, Óttar Þór Ágústsson og Bjarki Óskarsson. Ljósmynd/Aðsend

Sam­kvæmt til­kynn­ingu hef­ur Jörfi ehf. pípu­lagna- og vél­tækniþjón­usta, tekið til starfa í nýju 550 fer­metra hús­næði við Nes­flóa 1, í Græn­um iðngörðum á Akra­nesi. Fram kem­ur að Jörfi veiti al­hliða pípu­lagnaþjón­ustu ásamt vél­tækni­legri þjón­ustu og ráðgjöf til viðskipta­vina.

Eig­end­ur og for­svars­menn Jörfa ehf. eru þrír: Óttar Þór Ágústs­son, Bjarki Óskars­son og Ein­ar Páls­son. Auk þeirra fer Merkja­klöpp sam­stæðan með eign­ar­hlut í fyr­ir­tæk­inu, en Merkja­klöpp hef­ur látið vel til sín taka við þróun og upp­bygg­ingu Grænna iðngarða í Flóa­hverfi.

„Við búum all­ir að mik­illi reynslu á sviði pípu­lagna, vél­virkj­un­ar og stál­smíði og ætl­um okk­ur að byggja upp stórt og öfl­ugt fyr­ir­tæki á þessu sviði,“ seg­ir Óttar Þór Ágústs­son fram­kvæmda­stjóri.

Heimild: Mbl.is