Home Fréttir Í fréttum Ætla sér að liðka fyrir framkvæmdum

Ætla sér að liðka fyrir framkvæmdum

29
0
Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Ljósmynd/Aðsend

KPMG og Orkuklas­inn voru með fund í morg­un þar sem vindorka var til umræðu. Sam­kvæmt til­kynn­ingu ávarpaði Jó­hann Páll Jó­hanns­son, ráðherra um­hverf­is-, lofts­lags- og orku­mála fund­inn og tók þar fram að beisl­un nýrra orku­leiða væri lyk­il­atriði til að stuðla að bættu orku­ör­yggi og aukn­um sveigj­an­leika orku­kerf­is­ins.

Haft er eft­ir Jó­hanni Pálli: „Við þurf­um að leysa úr óvissu þegar kem­ur að greiðslu fast­eigna­gjalda af orku­mann­virkj­um. Ég held að ef við náum ekki sam­stöðu um þetta þá kom­umst við ósköp lítið áfram og náum engri sam­fé­lags­legri sátt um vindorku­kosti. Því tel ég ein­boðið að teikna verði upp skýra mynd af því hvernig ávinn­ing­ur af vindorku, sem og öðrum orku­kost­um, skili sér með sann­gjarn­ari hætti í nærsam­fé­lagið.“

„Hér er úr­lausna þörf og það kall­ar á sam­hæfða vinnu milli míns ráðuneyt­is og svo fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins,“ sagði Jó­hann Páll enn frem­ur og tók fram að rík samstaða um mik­il­vægi þess­ara mála ríkti inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar: „Mark­mið okk­ar í orku­mál­um eru skýr. Við ætl­um að ryðja burt hindr­un­um og liðka fyr­ir fram­kvæmd­um. Við ætl­um að auka orku­öfl­un, styrkja flutn­ings­kerfi og bæta ork­u­nýtni þannig að stutt verði við raf­orku­ör­yggi, orku­skipti og verðmæta­sköp­un um allt land.“

Heimild: Mbl.is