Home Fréttir Í fréttum Bráðamóttakan verður stækkuð

Bráðamóttakan verður stækkuð

36
0
Tillagan gerir ráð fyrir húsnæði fyrir matsdeild með 20 legurúmum á einni hæð sem þarf að vera um 660 fermetrar. mbl.is/Eggert

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í ósk Land­spít­al­ans um að koma fyr­ir fær­an­legri ein­ingu við bráðamót­tök­una í Foss­vogi.

Sam­kvæmt grein­ar­gerð spít­al­ans til skipu­lags­full­trúa er hús­næði bráðamót­töku Land­spít­ala í Foss­vogi í dag of lítið fyr­ir þá þjón­ustu sem þar er veitt. Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir hús­næði fyr­ir mats­deild með 20 leg­u­rúm­um á einni hæð sem þarf að vera um 660 fer­metr­ar. Hún verði sett upp norðvest­an við nú­ver­andi bráðamót­töku.

Gert er ráð fyr­ir að hús­næðið upp­fylli all­ar bygg­inga­tækni­leg­ar kröf­ur sbr. regl­ur og rík­ar kröf­ur verða gerðar til bruna­hönn­un­ar. Fram­kvæmd­in sé al­ger­lega aft­ur­kræf með lág­marks­inn­gripi í nú­ver­andi bygg­ing­ar á lóðinni.

Mik­il aukn­ing hef­ur orðið á álagi á alla starf­semi spít­al­ans með hækk­andi aldri og fólks­fjölg­un þjóðar­inn­ar, seg­ir í grein­ar­gerð Land­spít­al­ans. Nú­ver­andi hús­næði sé löngu sprungið og full­nægi vart leng­ur nú­tíma­kröf­um um hús­næði sjúkra­húsa.

„Mjög þröngt er um sjúk­linga og starfs­fólk og má full­yrða að ástandið með vax­andi komu­álagi sé orðið óbæri­legt þar sem sjúk­ling­ar þurfa að liggja á göng­um spít­al­ans og í rým­um sem ekki voru hugsuð fyr­ir klín­íska starf­semi,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is