Verkið skal framkvæma í samræmi við útboðsgögn eins og þeim er lýst í grein „0.3.1 Útboðsgögn“. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum þessum. Tilboð skal gera á meðfylgjandi tilboðsblað og sundurliða í tilboðsskrá.
Verkið er í aðalatriðum fólgið í því, að verktaki skal hreinsa og mynda fráveitulagnir til að hægt sé að leggja mat á ástand þeirra. Stofnlagnir i fráveitukerfi Garðabæjar er 150 mm og upp í 600 mm og þær sem hreinsa á og mynda í þessum áfanga eru allar úr steini.
Brunnar eru yfirleitt 1000 mm en geta verið 600 mm í þvermál. Tengingar eru almennt 150 mm steinrör en geta í einstaka tilfellum verið 100 mm eða 200 mm. Niðurföll eru yfirleitt með 250 mm vídd og sandfang sem oftast rúmar um 40 lítra. Niðurföllin eru ýmist með vatnslás á frárennslislögn, oftast í skólp eða blandlögnum, eða án og er það þá yfirleitt á ofanvatnskerfinu.
- Fyrirspurnatíma lýkur 11. mars 2025 Sjá nánar gr. 0.3.2
- Svarfrestur rennur út 13. mars 2025 Sjá nánar gr. 0.3.2
- Opnunartími tilboða 18. mars 2025 kl.14:00 Sjá nánar gr. 0.4.5
- Upphaf framkvæmdatíma Við töku tilboðs Sjá nánar gr. 0.1.