Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Uppsteypa Grensásdeildar gengur vel

Uppsteypa Grensásdeildar gengur vel

116
0
Mynd: NLSH.is

Framkvæmdir við stækkun Grensásdeildar eru í fullum gangi og ganga samkvæmt áætlun. Verktakafyrirtækið Ístak annast verkið, sem felur í sér uppbyggingu 4.400 fermetra nýbyggingar.

Enn er unnið að uppsteypu og nú styttist í að botnplata annarrar hæðar verði steypt. Samhliða því er unnið að uppslætti fyrir millibyggingu.

Verkið hefur gengið vel og samkvæmt áætlun og stefnt að því að framkvæmdum ljúki í október 2026, í samræmi við áður samþykkta tímaáætlun,“ segir Kristinn Jakobsson verkefnastjóri hjá NLSH.

Heimild: NLSH.is