Home Í fréttum Niðurstöður útboða Mikill áhugi á forvali Dýrafjarðarganga

Mikill áhugi á forvali Dýrafjarðarganga

243
0

Alls sendu sjö aðilar inn gögn vegna forvals útboðs Dýrafjarðarganga. Fjórir aðilar sem hafa grafið göng á Íslandi eða vinna við það núna og síðan þrír aðilar sem ekki hafa áður unnið við gangagerð hér á landi.

<>

Ljóst er þá að áhuginn er mikill að þessu sinni en aðilar koma frá Danmörku, Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Spáni og frá Ítalíu, auk Íslands. Þar af eru fjórir með innlenda samstarfsaðila líkt og þeir hafa gert hingað til.

Nú verður farið yfir gögn og niðurstaða um hverjir geta boðið ætti að liggja fyrir eftir um þrjár vikur.

Dýrafjarðargöng forval
Forval var auglýst í byrjun maí og áttu þeir verktakar sem hefðu áhuga á að taka þátt í útboðinu að skila inn gögnum 28. júní.   Sjö aðilar sendu inn gögn, þar á meðal eru þeir fjórir aðilar sem hafa verið að grafa göng á Íslandi undanfarin ár.

  • ÍSTAK hf. og Aarsleff  frá Danmörku, Ístak gróf síðast göng á Íslandi  við Búðarhálsvirkjun.
  • Metrostav a.s. frá Tékklandi og Suðurverk hf. , en þeir eru  að vinna við Norðfjarðargöng.
  • ÍAV hf. og  Marti Contractors Ltd, frá Sviss, sem eru í Vaðlaheiðargöngum og að hefja vinnu við stækkun  Búrfellsvirkjunar.
  • LNS SAGA og Leonhard Nilsen og sönner frá Noregi, sem eru að grafa göng undir Húsavíkurhöfða.

Síðan eru þrír aðrir aðilar

  • Mt Höjgaard, danskt fyrirtæki sem nýlega hefur sett hefur sett upp útibú á Íslandi, ásamt EPOS S.A. frá Portúgal.
  • C.M.C di Ravenna, frá Ítalíu.
  • Aldesa Construcciones,  frá Spáni.

Vegagerðin mun nú fara yfir innsend gögn og athuga hvort umsækjendur uppfylli sett skilyrði. Eftir um þrjár vikur veður gefinn út listi yfir þá verktakahópa sem valdir verða til að taka þátt í væntanlegu útboði. Heimilt er að takmarka fjöldann við fimm, ef fleiri uppfylla öll skilyrði og teljast hæfir.