Home Fréttir Í fréttum Enn frekari uppbygging við höfnina í Þorlákshöfn

Enn frekari uppbygging við höfnina í Þorlákshöfn

41
0
Óskar segir sveitarfélagið í Ölfusi hafi staðið sig vel í stækka höfnina. Ljósmynd/Heimir Hoffritz

Fær­eyska skipa­fé­lagið Smyr­il Line Cargo hef­ur eflt stöðu sína í vöru­flutn­ing­um til og frá Íslandi með nýju skipi ásamt upp­bygg­ingu í Þor­láks­höfn. Smyr­il Line hef­ur vaxið mikið á und­an­förn­um árum og vinn­ur nú að næsta stóra skrefi í þróun sinni með til­komu nýs skips sem eyk­ur flutn­ings­getu fé­lags­ins.

<>

Í des­em­ber 2023 bætti Smyr­il Line Cargo við skip­inu M/​V Glyvurs­nes, sem leysti af leigu­skipið M/​V Mistr­al. Í kjöl­farið var skipið M/​V Lista leigt nú í árs­byrj­un til að leysa M/​V Glyvurs­nes tíma­bundið af, en það er í vél­ar­upp­tekt. M/​V Lista er sér­hæft ekju­skip sem get­ur einnig tekið gáma og er 193 metr­ar að lengd. Nýja skipið tvö­fald­ar flutn­ings­getu miðað við nú­ver­andi skip fé­lags­ins.

Óskar Sveinn Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Smyr­il Line Cargo á Íslandi, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að fyr­ir­tækið sé með í smíðum tvö ný og um­hverf­i­s­væn ekju­skip sem verða af­hent um mitt næsta ár. Hann seg­ir skip­in vera sér­stak­lega hönnuð fyr­ir sigl­ing­ar á Norður-Atlants­hafi, munu draga úr eldsneyt­is­notk­un um 60% og vera með stærri eldsneyt­i­stanka fyr­ir notk­un met­anóls, sem minnk­ar los­un kol­díoxíðs veru­lega.

„Við höf­um á síðustu árum lagt mikla áherslu á að þróa sjálf­bær­ari lausn­ir í flutn­ing­um. Nýju skip­in verða 190 metr­ar að lengd og senni­lega þau stærstu í áætl­un­ar­flutn­ing­um til Íslands. Þessi skip eru einnig sér­stak­lega hönnuð fyr­ir aðkomu og aðstæður í Þor­láks­höfn,“ seg­ir Óskar.

Hann seg­ir fé­lagið ætla að hefjast handa á þessu ári við bygg­ingu á 3.000 fer­metra vöru- og kæligeymslu í Þor­láks­höfn, sem mun auðvelda vörumeðhöndl­un og bæta þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins við viðskipta­vini.

„Við höf­um átt mjög gott sam­starf við Sveit­ar­fé­lagið Ölfus. Þá má al­veg segja að Smyr­il Line hafi átt sinn þátt í því að setja Þor­láks­höfn á kortið sem flutn­ings­höfn á Íslandi. Með stækk­un skipa­flota okk­ar mun höfn­in fá lengri viðlegukant og aukið snún­ings­rými fyr­ir stærri skip. En vanda­málið í Þor­láks­höfn í dag er pláss­leysi.

Við erum með at­hafna­svæði víðs veg­ar í Þor­láks­höfn. Til dæm­is er tolla­svæðið girt af við smá­báta­höfn­ina, svo erum við að byggja þar rétt hjá nýju geymsl­una. En þetta tek­ur tíma og sveit­ar­fé­lagið hef­ur staðið sig mjög vel í því að stækka höfn­ina og þetta er orðin allt önn­ur höfn en hún var fyr­ir nokkr­um árum,“ seg­ir Óskar.

Að sögn Óskars hef­ur rekst­ur Smyr­il Line á Íslandi vaxið hratt und­an­far­in ár. Til að mynda hef­ur vöxt­ur­inn frá 2016 numið að meðaltali 20% á ári í tonn­um talið. Hann seg­ir aukn­ing­una meðal ann­ars til­komna af örum vexti fisk­eld­is á Íslandi, ásamt vexti í inn­flutn­ingi á al­menn­um vör­um en flutn­ing­ar á afurðum í þess­um geira hafa marg­fald­ast.

Heimild: Mbl.is