Home Fréttir Í fréttum Gjöld á íbúð alls 5,5 milljónir

Gjöld á íbúð alls 5,5 milljónir

33
0
Langflestir vilja bílastæði. Morgunblaðið/Eggert

Ingvi Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri fast­eignaþró­un­ar­fé­lags­ins Klasa, seg­ir fyr­ir­hugaða hækk­un gatna­gerðar­gjalda í Reykja­vík munu hækka kostnað við íbúðir, og þar með íbúðaverð, veru­lega.

<>

„Hækk­un gatna­gerðar­gjalda mun að jafnaði þýða kostnaðar­auka upp á 2,3 til 2,5 millj­ón­ir á íbúð í til­teknu verk­efni sem við erum að fara af stað með á Ártúns­höfða. Heild­ar­gjald­taka á hverja íbúð er í því dæmi orðin 5,5 millj­ón­ir auk annarra kostnaðarsamra liða í innviðasamn­ing­um,“ seg­ir Ingvi í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í dag.

Ingvi Jónas­son

Löng bið eft­ir leyf­um
Ný­verið sagði lög­fræðing­ur borg­ar­inn­ar við Morg­un­blaðið að taf­ir á upp­bygg­ingu á út­hlutuðum lóðum kostuðu borg­ina fé. Taf­irn­ar kosta hús­byggj­end­ur líka fé og vek­ur Ingvi at­hygli á því að Klasi sé nú að hefja fram­kvæmd­ir við íbúðar­hús sem hafi verið tæpt ár í ferli hjá borg­inni. Ferlið taki jafn­an ekki meira en átta vik­ur í Nor­egi. Þá hafi innviðagjöld ekki skilað þeim innviðum sem rétt­læta áttu gjald­tök­una.

Klasi hef­ur byggt um 700 íbúða hverfi í Smára­byggð, suður af Smáralind. Fé­lagið und­ir­býr nú upp­bygg­ingu á Ártúns­höfða og í Norður-Mjódd og lét því kanna af­stöðu höfuðborg­ar­búa til ým­issa þátta. Niður­stöðurn­ar benda til að mik­ill minni­hluti telji að borg­ar­lína muni breyta ferðavenj­um sín­um og að lang­flest­ir vilji hafa bíla­stæði.

Grein­ina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um.

Heimild: Mbl.is