Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Sjúkrahúsið á Akureyri hefjast 2026

Framkvæmdir við Sjúkrahúsið á Akureyri hefjast 2026

35
0
Mynd: NLSH.is

Helstu fréttir af vinnu vegna nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru að það sem af er vetri hefur verið unnið að notendastuddri hönnun í náinni samvinnu við sjúkrahúsið.

<>

Unnið hefur verið að tillögu að deiliskipulagsuppdrætti fyrir svæðið í samræmi við þarfir nýrrar byggingar. Sænska arkitektastofan White Arkitekter vann síðastliðið haust með NLSH og notendahópi geðdeildar að rýni þarfagreiningar fyrir starfsemina en sömu arkitektar komu að þarfagreiningu fyrir nýbyggingu geðþjónustu Landspítalans í fyrra.

„Áætlað er að framkvæmdir við bygginguna hefjist sumarið 2026, “segir Signý Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá NLSH.

Heimild: NLSH.is