Home Fréttir Í fréttum Vatnslögn rofnaði við Hörpu

Vatnslögn rofnaði við Hörpu

40
0
Tjónið er að sögn framkvæmdastjóra óverulegt. Vísir/Vilhelm

Kaldavatnslögn fór í sundur við austurgafl tónleikahússins Hörpu í Reykjavík síðdegis í gær. Framkvæmdastjóri segir tjónið óverulegt.

<>

Svanhildur Konráðsdóttir framkvæmdastjóri segir lögn hafa rofnað austanmegin í húsinu fyrir framan vörumóttökuna. Skrúfað hefur verið fyrir vatnið og eru starfsmenn veitna að störfum við að grafa sig niður á lögnina.

Vart hafi orðið við leka í loftræstiklefa í útjaðri hússins en tjónið er að sögn Svanhildar lítilsvægt. Hún segir atvikið óheppilegt en að það komi ekki til með að trufla viðburðahald.

Heimild: Visir.is