Þessa daga er unnið er að uppsetningu á utanhússklæðningu á norður- og austurhlið bílastæða – og tæknihússins.
Samhliða er unnið að innanhússfrágangi, þ.e. slípun gólfa, rafmagni, loftræsingu og pípulögnum. Einnig heldur vinna áfram við fyllingar og lagnir austan við húsið, í götu sem mun fá nafnið Hvannargata.
„Það má segja að vinnan við húsið hafi gengið nokkuð vel og stefnt er að verklokum á byggingunni á vordögum,“ segir Sigurjón Sigurjónsson verkefnastjóri hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is