Home Fréttir Í fréttum Starfsemi flugvallarins raskað vegna framkvæmda

Starfsemi flugvallarins raskað vegna framkvæmda

40
0
Framkvæmdir munu hafa takmörkuð áhrif á starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Samsett mynd/Efla/Beam Architects/mbl.is/Árni Sæberg

Næstu tvö árin meðan á fram­kvæmd­um við Foss­vogs­brú stend­ur munu fram­kvæmd­ir raska starf­semi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í alls níu daga.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Betri sam­göng­um og Isa­via en fé­lög­in hafa verið í nán­um sam­skipt­um und­an­far­in ár vegna ná­lægðar fram­kvæmda­svæðis við Reykja­vík­ur­flug­völl.

Hönnuðir Foss­vogs­brú­ar hafa hagað út­færslu sinni þannig að háum tækja­kosti verði beitt sem minnst þegar brú­in verður reist. Með notk­un hæðar­stýr­inga á vinnu­vél­um verður svo hæðar­tak­mörk­un á verktíma tryggð.

Rjúfa hindr­un­ar­fleti flug­vall­ar­ins

„Einnig lögðu Isa­via Inn­an­lands­flug­vell­ir mikla áherslu á að forðast bæri vinnu við land­fyll­ingu með dælu­skipi en slík vinna mun að öll­um lík­ind­um hafa í för með sér mikla aukn­ingu á fugla­lífi við brautar­end­ann. Þessi vinna hef­ur leitt til þess að einu fram­kvæmd­irn­ar sem munu rjúfa hindr­un­ar­fleti flug­vall­ar­ins eru þegar brú­ar­stólp­ar og brú­ar­bit­ar verða hífðir með 60 m háum krana á fljót­andi pramma.

Sam­kvæmt áætl­un hönnuða munu þess­ar híf­ing­ar standa yfir í níu daga sam­tals, eða 4 daga sum­arið 2026 og 5 daga sum­arið 2027 svo fremi sem veðuraðstæður séu hag­felld­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Verk­efna­stofa Borg­ar­línu og hönnuðir Foss­vogs­brú­ar hafa unnið ör­ygg­is­mat fyr­ir land­fyll­ing­ar og brú­ar­gerð og því var komið til Isa­via til frek­ari úr­vinnslu.

Því næst voru þess­ir aðilar kallaðir til að vinna ör­ygg­is­mat um land­fyll­ing­una og fram und­an er vinna við sams kon­ar ör­ygg­is­mat vegna bygg­ing­ar brú­ar­inn­ar.

Örygg­is­matið er fram­kvæmt af Isa­via Inn­an­lands­flug­völl­um en er háð samþykki Sam­göngu­stofu.

Híf­ing­ar að nóttu til

„Til að lág­marka áhrif fram­kvæmda á starf­semi flug­vall­ar­ins er gengið út frá því að híf­ing­arn­ar verði gerðar að nóttu til. Verið er að rýna hvort það sam­ræm­ist hávaðareglu­gerð, lög­reglu­samþykkt­um og öðrum þátt­um.

Ljúka þarf þess­ari skoðun áður en hægt er að klára ör­ygg­is­mat Isa­via Inn­an­lands­flug­valla á fram­kvæmd­um við brú­ar­bygg­ing­una og senda til samþykkt­ar Sam­göngu­stofu. Fá­ist ekki til þess til­skil­in leyfi, verður aðgerðin end­ur­met­in af hálfu flug­vall­ar­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að í útboðsgögn­um Betri sam­gangna til verk­taka fyr­ir bygg­ingu brú­ar­inn­ar verði gerð krafa um að trufl­un flug­sam­gangna verði haldið í lág­marki.

„Ljóst er að fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­ar Reykja­vík­ur­meg­in rjúfa hindr­un­ar­fleti flug­braut­ar­inn­ar aðeins lít­il­lega en ákveðið hef­ur verið í sam­ráði við Isa­via Inn­an­lands­flug­velli hvernig verktaki skal bera sig að þegar hann sæk­ir um tíma­bundið leyfi til að rjúfa hindr­un­ar­fleti. Stefnt er að sam­bæri­leg­um ráðstöf­un­um í seinni hluta fram­kvæmda.“

Heimild: Mbl.is