Home Fréttir Í fréttum Verk boðin út við Hvammsvirkjun

Verk boðin út við Hvammsvirkjun

104
0
Svona myndi Hvammsvirkjun líta út samkvæmt tölvuteikningu frá Landsvirkjun. Tölvumynd/Landsvirkjun

Í gangi er vinna við lagn­ingu aðkomu­veg­ar að Hvamms­virkj­un og efn­is­vinnsla sem því verk­efni teng­ist, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ólöfu Rós Kára­dótt­ur, yf­ir­verk­efna­stjóra Hvamms­virkj­un­ar hjá Lands­virkj­un, er áformað að því verk­efni ljúki á þessu ári.

<>

Nú er í gangi útboð á vél­búnaði vegna virkj­un­ar­inn­ar sem og bygg­ing vinnu­búða sem ætlað er að hýsa starfs­menn sem starfa munu við virkj­un­ar­fram­kvæmd­irn­ar.

Þá er útboð jarðvinnu fyr­ir­hugað sem og bygg­inga­virk­is, loka, þrýsti­pípa og eft­ir­lits, en stefnt er að því útboði á öðrum fjórðungi þessa árs. Í sum­ar er síðan áformað að bjóða út spenna, strengi og ýms­an raf-, stjórn- og varn­ar­búnað.

Lands­virkj­un er með gilt fram­kvæmda­leyfi fyr­ir þeim fram­kvæmd­um sem nú standa yfir vegna Hvamms­virkj­un­ar. Virkj­un­ar­leyfið sjálft var hins veg­ar fellt úr gildi með um­deild­um dómi héraðsdóms ný­verið, sem taldi Um­hverf­is­stofn­un ekki hafa heim­ild til að leyfa breyt­ing­ar á vatns­hloti ár­inn­ar. Eng­ar fram­kvæmd­ir eru hafn­ar í far­vegi Þjórsár sem dóm­ur héraðsdóms laut að.

Lands­virkj­un áfrýjaði dómn­um og óskað eft­ir að málið færi beint til Hæsta­rétt­ar. Tel­ur fyr­ir­tækið dóm­inn rang­an í meg­in­at­riðum og brýnt að Hæstirétt­ur fjalli um málið til að eyða óvissu. Verður áfrýj­un­inni haldið til streitu.

Kveðst fyr­ir­tækið fagna skýr­um vilja stjórn­valda sem, eins og fram hef­ur komið, ætla að leggja fram frum­vörp til að koma í veg fyr­ir að sams kon­ar aðstæður geti komið upp og von­ast til að þau mál fái skjóta af­greiðslu. Það breyti þó ekki því meg­in­sjón­ar­miði að fá end­an­lega niður­stöðu fyr­ir dóm­stól­um, enda mikl­ir hags­mun­ir und­ir.

Fyr­ir­tækið er nú með til skoðunar hvort fyr­ir­huguðum útboðum verði frestað í ljósi stöðunn­ar í leyf­is­mál­um Hvamms­virkj­un­ar, en þó að fram­kvæmda­leyfi sé í gildi hef­ur það verið kært til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála þar sem það bíður af­greiðslu.

Þá er áformuð lagn­ing nýs Búðafoss­veg­ar og brú­ar yfir Þjórsá, en Vega­gerðin er fram­kvæmdaaðili í því verk­efni. Aðkoma Lands­virkj­un­ar er að út­vega efni til fram­kvæmd­ar­inn­ar og fjár­magna hana. Óljóst er hvenær fram­kvæmd­ir hefjast.

Heimild: Mbl.is