Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í Vestmannaeyjum í vikunni var tekin fyrir fyrirspurn frá Þresti B. Johnsen um breytingu á Alþýðuhúsi við Skólaveg 21b í íbúðarhúsnæði ásamt breytinga á útliti hússins.
Samkvæmt meðfylgjandi gögnum er gert ráð fyrir fjögurra hæða fjölbýlishúsi sem nýtir einnig lóð við Skólaveg 21c.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda og afla umsagnar Minjastofnunar Íslands vegna erindisins og mun taka erindið til umræðu að nýju þegar sú umsögn liggur fyrir.
Heimild: Tigull.is