Heidelberg kynnti bæjarráði Norðurþings möguleika á að reisa þar mölunarsverksmiðju. Íbúar í Ölfusi kusu gegn því að verksmiðjunni á Þorlákshöfn eftir langar viðræður.
Fyrirtækið Heidelberg skoðar að koma á fót mölunarverksmiðju í Norðurþingi, eftir að áformum þeirra var hafnað í íbúakosningu í Ölfusi. Hægt sé að mala móberg úr framburði Jökulsár á Fjöllum.
Fulltrúar þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg, sem áformaði stóra verksmiðju á Þorlákshöfn, komu nýverið á fund byggðaráðs í Norðurþingi til að ræða möguleika á að finna stað fyrir sambærilega starfsemi nærri Húsavík.
Byggðaráð þakkaði fyrir kynninguna en tekur ekki afstöðu
Byggðaráð tók ekki afstöðu til hugmyndarinnar en þakkaði fyrir ítarlega kynningu á verkefninu, sem má finna í fundargerð sveitarfélagsins.
Þar segir að Heidelberg stefni að vinnslu á móbergi sem íblöndunarefni í sement. Í kynningunni segir að vinnslan yrði loftslagsverkefni – frá slíkri vinnslu sé allt að 25% minni losun en almennt frá sementsiðnaði.
Forsvarsmenn Heidelberg segjast nú horfa til Norðurþings, meðal annars vegna þess að þar sé þekking á stóriðnaði, eins og kísilveri PCC á Bakka. Eins segir að mikil tækifæri séu til móbergsvinnslu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þar væri hægt að sækja efni í sjó og flytja svo á Bakka til þvottar og þurrkunar. Fleiri staðir komi þó líka til greina.
En vinnslan er mjög umfangsmikil og krefst þess að reistar verði margar byggingar, þar á meðan þurrkunar- og mölunarstöð. Eins þarf aðstöðu í höfninni sem getur þjónustað stór skip til að ferja efnið út í heim. Heidelberg segir að vinnslunni að fylgdu um 80 störf.
Þeir segja viðræður við Norðurþing á frumstigi. Sjái sveitarfélagið sameiginlega hagsmuni verði gerð viljayfirlýsing um verkefnið.
Heimild:Ruv.is