Home Fréttir Í fréttum Álfabakkakærunni vísað frá nefndinni

Álfabakkakærunni vísað frá nefndinni

20
0
Vöruhúsið við Álfabakka 2. Morgunblaðið/Eggert

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur vísað stjórn­sýslukæru Bú­seta vegna Álfa­bakka 2 frá. Meðan málið var til meðferðar hjá úr­sk­urðar­nefnd­inni barst til­kynn­ing frá bygg­ing­ar­full­trú­an­um í Reykja­vík um að fram­kvæmd­ir við kjötvinnsl­una yrðu taf­ar­laust stöðvaðar.

<>

Ástæða stöðvun­ar­inn­ar var sögð vera að við nán­ari skoðun á aðal­upp­drátt­um hefði þurft að gera bet­ur grein fyr­ir 3.200 fer­metra rými sem áætlað er fyr­ir kjötvinnsl­una og að ekki liggi fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hvort fé­lagið hafi til­kynnt til Skipu­lags­stofn­un­ar um fyr­ir­hugaða kjötvinnslu og lík­leg um­hverf­isáhrif henn­ar.

Úrsk­urðar­nefnd­in álít­ur að fram sé kom­in ný afstaða bygg­ing­ar­full­trúa og hún geti leitt af sér nýja stjórn­valdsákvörðun sem mögu­legt er að verði bor­in und­ir nefnd­ina til úr­sk­urðar.

Að vissu leyti skilj­an­leg­ur úr­sk­urður

„Með hliðsjón af þessu sem og því sem ráða má af til­kynn­ing­unni þykir ekki til­efni fyr­ir úr­sk­urðar­nefnd­ina að fjalla frek­ar um málið og verður því af þeim sök­um vísað frá,“ seg­ir jafn­framt í úr­sk­urðinum. Er­lend­ur Gísla­son lögmaður Bú­seta seg­ir úr­sk­urð kær­u­nefnd­ar að vissu leyti skilj­an­leg­an þar sem bygg­ing­ar­full­trúi tók nýja ákvörðun í mál­inu eft­ir að kær­an var send nefnd­inni.

„Nefnd­in leit svo á að bygg­ing­ar­full­trúi hefði þar með aft­ur­kallað hina kærðu ákvörðun sem sner­ist um stöðvun fram­kvæmda og að málið væri aft­ur komið til meðferðar borg­ar­inn­ar. Jafn­framt má ætla að kæra Bú­seta til úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar hafi haft áhrif á fram­vindu máls­ins og knúið bygg­ing­ar­full­trúa til þess að skoða málið nán­ar, þegar hann þurfti að bregðast við kær­unni, og það leitt til þess að hann stöðvaði fram­kvæmd­ir að hluta rúm­um tveim­ur vik­um eft­ir fram­lagn­ingu kær­unn­ar.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is