Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 27.02.2025 Hafnasamlag Norðurlands. Þjónustuhús á Torfunefsbryggju

27.02.2025 Hafnasamlag Norðurlands. Þjónustuhús á Torfunefsbryggju

50
0
Þjónustuhús á Torfunefsbryggju.

Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í að byggja verkið Þjónustuhús á Torfunefsbryggju eins og því er lýst í útboðsgögnum.

<>

Hér er um almennt útboð í aðalverktöku að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Um er að ræða nýbyggingu fyrir þjónustu, landtengingu og spennistöð, sem mun rísa á byggingarreitnum Torfunefsbryggju. Byggingin mun verða 167 m2 og mun hún skiptast upp í eftirfarandi hluta:

  • Þjónusturými HN
  • Inntaksrými lagna
  • Rými fyrir aðaldreifingu og rafbúnað og spennarými NO.

Um er að ræða einnar hæðar byggingu sem er byggð ofan á landfyllingu. Þak þjónustuhúss verður einnig útsýnispallur og áhorfendapallur fyrir viðburði.

Hafnasamlag Norðurlands áætlar eftirfarandi varðandi verkframkvæmdina sjálfa:

  • Upphaf framkvæmdatíma – 07.03.2025
  • Húsi lokað fyrir þurrkun – 28.05.2025
  • Verklok – 21.11.2025

Nánari skil er varðar tímaáætlun eru gerð í útboðsgögnum, nánar tiltekið í eftirfarandi útboðsgagni:

  • 23037 – Torfunef – Útboðsáætlun

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar þann 30.01.2025.

Vettvangsskoðun á verkstað verður 6. febrúar 2025 kl. 10:00

Vinsamlegast athugið, nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins. Ekki er hægt að notast við Íslykil og ekki á að velja umboð fyrir fyrirtæki í innskráningunni heldur persónuna sjálfa.

Gögnin eru aðgengileg sjálfvirkt inn á þjónustugátt Akureyrarbæjar, eru þess vegna ekki send til bjóðanda sérstaklega.

Hægt er að nálgast útboðsgögnin með því að smella HÉR!

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en þann 27.02.2025 kl. 12:00.