Home Fréttir Í fréttum Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

38
0

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, er gagnrýninn á stöðu mála hjá borginni þegar kemur að úthlutun byggingarlóða. Hann segir að ekki hafi verið brugðist við miklum lóðaskorti á höfuðborgarsvæðinu og ekki hafi orðið nein merkjanleg breyting á lóðaframboði hjá Reykjavík, hvorki síðustu árin eða eftir borgarstjóraskiptin fyrir rúmu ári.
Þorvaldur lýsir þessu í viðtali í Morgunblaðinu í gær en þar er meðal annars fjallað um áhrif hækkunar gatnagerðargjalda í Reykjavík sem að óbreyttu mun hækka íbúðaverð.

<>

Í viðtalinu er Þorvaldur meðal annars spurður að því hversu mikið framboð verði að óbreyttu á lóðum undir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í ar.

Hann segir að það sé einmitt mergurinn málsins. „Það er eng­inn fyr­ir­sjá­an­leiki í því og ekki að sjá að það standi til nein­ar stór­ar breyt­ing­ar í þá átt­ina og þegar kem­ur að út­veg­un bygg­ing­ar­lóða bíður okk­ar hrein og klár eyðimörk. Við get­um ekki snúið okk­ur til neins af sveit­ar­fé­lög­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu, enda get­ur ekk­ert þeirra út­vegað okk­ur bygg­ing­ar­lóðir,“ segir Þorvaldur við Morgunblaðið.

Þorvaldur bætir við að það hljóti að vera eðlileg krafa að sveitarfélögin tryggi eðlilegt framboð byggingarlóða á fyrirsjáanlegu verði eins og gert var áður. Lóðir í eigu einkaaðila séu dýrar og nær eingöngu þéttingarlóðir virðist vera í boði. Lóðaverð muni þrýsta upp íbúðaverði rétt eins og hækkun gatnagerðargjalda mun gera.

Spurður hvaða áhrif hækkun gatnagerðargjalda mun hafa á byggingarkostnað, segir hann: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið í þess­um lóðaskorti til þess að ná til sín meiri tekj­um.“ Bætir hann við að hækkun gatnagerðargjalda þýði að Reykjavíkurborg taki enn stærri hluta af íbúðaverðinu til sín.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu og meðal annars rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins og Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa VG, um stöðu mála.

Heimild: Dv.is