Home Fréttir Í fréttum Endurbætur á öryggissvæðinu

Endurbætur á öryggissvæðinu

25
0
Kafbátaleitarflugvélar eru öllum stundum á öryggissvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafið er forút­boð á veg­um banda­ríska sjó­hers­ins um frek­ari upp­bygg­ingu/​end­ur­nýj­un mann­virkja á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

<>

Eru það varn­ar­mála­skrif­stofa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og varn­ar­mála­svið Land­helg­is­gæslu Íslands sem ný­verið vöktu at­hygli á þessu í útboðsaug­lýs­ingu.

Á útboðsvef banda­ríska rík­is­ins er verk­efnið aug­lýst und­ir heit­inu „P-8A Operati­ons Center Non-Secure Renovati­on, Kefla­vik, Ice­land“ og hef­ur það útboðsnúm­erið N3319125RF005. Hægt er að nálg­ast nán­ari lýs­ingu á fyr­ir­hugaðri fram­kvæmd á útboðsvefn­um og und­ir áður­nefndu núm­eri útboðs.

Þrjár stór­ar bygg­ing­ar
Þar kem­ur meðal ann­ars fram að um sé að ræða end­ur­nýj­un á þrem­ur stór­um mann­virkj­um sem til­heyra stjórn­stöð kaf­báta­eft­ir­lits banda­ríska sjó­hers­ins hér á landi, þ.e. bygg­ing­ar núm­er 126, 127 og 128, en fer­metra­fjöldi þeirra er sagður vera um það bil fjög­ur þúsund.

Mark­miðið með þess­um end­ur­bót­um er sagt vera að styðja við fjöl­breytt verk­efni þeirra ein­stak­linga sem send­ir verða til starfa á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli til skemmri eða lengri tíma.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðínu í dag.

Heimild: Mbl.is