Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss

Vilja byggja þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss

79
0
Seljalandsfoss

Landeigendur í kringum Seljalandsfoss segja uppbyggingu nauðsynlega á svæðinu. Nýtt deiliskipulag er í smíðum.

<>

Landeigendur jarða í kringum Seljalandsfoss hafa stofnað sérstakt landeigendafé- lag um rekstur í kringum fossinn. Félagið heitir einfaldlega Seljalandsfoss ehf., en stofnendur þess eru ábúendur á Seljalandi, EystraSeljalandi, Ytra-Seljalandi og Seljalandsseli.

Kristján Ólafsson frá Seljalandi er einn stofnendanna, en hann segir tilgang félagsins vera að halda utan um þann rekstur sem hafi myndast vegna aðsóknar og áhuga ferðamanna á fossinum.

„Við leigjum þarna út aðstöðu og það er nauðsynlegt að hafa sérstakt félag um reksturinn til þess að hafa skipulag á þessu. Þetta er líka stofnað upp á framhaldið; hvernig þróunin verður varðandi fossinn og uppbyggingu í kringum hann,“ segir Kristján.

Kristján segir ágang á svæðinu gríðarlegan og landeigendurnir taki þess vegna vel í hugmyndir um náttúrupassa. „Við munum vonandi fá einhverja peninga í gegnum það og það er alveg nauð- synlegt. Landið þarna liggur undir skemmdum og ágangurinn er mikill.“

Heimild: Vb.is