Hafnarstjórn Þorlákshafnar óskar eftir tilboðum í verkið „Þorlákshöfn – Suðurvararbryggja – Þekja og lagnir 2025“.
Grafa skurði og leggja vatnslagnir, seiðislagnir og ídráttarrör fyrir rafmagn.
|
Steypa undirstöður fyrir ljósamastur og rafmagnskassa
|
Koma fyrir rafmagnskössum og vatnsbrunnum á bryggjunni.
|
Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir malbik.
|
Malbika 5500 m2, tvöfalt lag.
|
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 20. janúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. febrúar 2025.
Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.