Bygging endurvinnslustöðvar SORPU bs. EES útboð 16096
SORPA bs. fyrirhugar að bjóða út byggingu endurvinnslustöðvar sem mun rísa að Lambhagaveg 14, 112 Reykjavík, sem áætlað er að hefji rekstur í apríl 2026.
Um er að ræða endurvinnslustöð á tveim plönum, neðra plani þar sem þjónustuverktakar hafa athafnasvæði og efra plan þar sem viðskiptavinir stöðvarinnar koma. Neðra plan stöðvarinna er steinsteypt og efra plan að mestu malbikað.
Aðal byggingin er um 978 m² með skyggni um 1.000 m², einnig er steinsteypt geymsla um 120m² á lóðinni.
Magntölur framkvæmdarinnar eru:
Verkþættir | Ein. | Magn |
Gröftur | m3 | 25.000 |
Mótafletir | m2 | 3.400 |
Steinsteypa | m3 | 1.500 |
Bendistál | kg | 200.000 |
Stálvirki | kg | 13.000 |
Límtré (stærri þversnið) | lm | 730 |
Límtré (minni þversnið) | lm | 470 |
Þakeiningar | m2 | 2.000 |
Stefnt er að því að útboðið verði auglýst í byrjun mars 2025.
Um verkkaupa
SORPA bs. annast meðhöndlun úrgangs og sinnir lögbundinni skyldu sveitarfélaganna um úrgangsmeðhöndlun og felur það í sér rekstur á móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað, gas- og jarðgerðarstöð auk sex endurvinnslustöðva, sem reknar eru samkvæmt þjónustusamningi við sveitarfélögin. SORPA hefur einnig umsjón með grenndargámum fyrir hönd sveitarfélaganna og rekur nytjamarkaðina Góða hirðinn og Efnismiðlun Góða hirðisins.
Byggðasamlagið SORPA er í eigu sex sveitarfélaga; Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.