Home Fréttir Í fréttum Nýtt hlutverk Laugavegshúss

Nýtt hlutverk Laugavegshúss

11
0
Laugavegur 71. Áberandi hús við eina helstu götu borgarinnar. Mikil uppbygging hefur verið á næstu lóðum austan hússins. Ein er þó óbyggð. mbl.is/sisi

Við Lauga­veg 71 stend­ur reisu­legt hús með átta íbúðum sem leigðar hafa verið til ferðamanna í skamm­tíma­leigu. Nú hyggst eig­and­inn, Svala apart­ments ehf., breyta þeim í al­menn­ar íbúðir til lang­tíma­leigu og hef­ur sent fyr­ir­spurn þess efn­is til Reykja­vík­ur­borg­ar.

<>

Á af­greiðslufundi skipu­lags­full­trúa hinn 9. janú­ar sl. var fyr­ir­spurn Svala apart­ments ehf. tek­in til meðferðar og jafn­framt lögð fram um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa.

Húsið á lóð nr. 71 við Lauga­veg er fjór­lyft hús byggt árið 1978 skv. fast­eigna­skrá. Fast­eigna­mat þess er tæp­ar 500 millj­ón­ir. Í hús­inu er versl­un og þjón­usta á jarðhæð en hótel­íbúðir á efri hæðum. Óskað var eft­ir af­stöðu skipu­lags­full­trúa til þess að fá að breyta þeim í al­menn­ar íbúðir.

Íbúðirn­ar yrðu 5-8 tals­ins, á bil­inu 30-60 fer­metr­ar að stærð fyr­ir utan þak­í­búð, sem yrði 120 fer­metr­ar.

Svala apart­mennts hef­ur ekki út­fært þess­ar breyt­ing­ar nán­ar enda vildi fyr­ir­tækið fyrst fá grænt ljós frá borg­inni. Yf­ir­lýst stefna henn­ar væri að fjölga minni íbúðum í borg­inni og fækka út­leigu­íbúðum til ferðamanna, ekki síst á svæði M1, sem Lauga­veg­ur 71 falli und­ir. Því vonaðist fé­lagið eft­ir því að fyr­ir­spurn­in fengi já­kvæðar und­ir­tekt­ir.

Í um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa kem­ur m.a. fram að Aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur 2040 leggi sér­staka áherslu á mik­il­vægi blönd­un­ar íbúða og því sé æski­legt að skoða út­færslu íbúðanna út frá þeim áhersl­um. Reikna þarf hjóla- og bíla­stæðabók­hald fyr­ir lóðina.

Huga þarf að dval­ar­svæðum
Sam­kvæmt leiðbein­ing­um um dval­ar­svæði skal hlut­fall þeirra vera 20% af heild­argólf­fleti hús­næðis deili­skipu­lags­svæðis. Dval­ar­svæði eru ekki bíla­stæði, ak­fær­ar göt­ur, mjög vinda­söm rými eða hávaðasöm svæði. Gera þarf bet­ur grein fyr­ir út­færslu dval­ar­svæða á lóðinni og sól­skins­tím­um á dval­ar­svæðum sem skulu vera að lág­marki 5 klst. á milli 09:00-17:00 þann 1. maí.

Útfæra þurfi út­færslu og stærðir íbúða og gæta að birtu­skil­yrðum inni í íbúðum.

Heimild: Mbl.is